Íþrótta- og heilsudagar 15.-17. febrúar
Nú standa íþrótta - og heilsudagar yfir hjá okkur og lýkur þeim með keppni 10. bekkinga og starfsfólks eftir hádegi á miðvikudaginn. Allir nemendur munu þá fá tvær íþróttastundir þar sem þeir fara í ýmsa skemmtilega leiki. Nemendur eru hvattir til að koma í þægilegum fötum sem heppileg eru til hreyfingar þann dag sem íþróttastundin þeirra er. Tveir árgangar deila sömu íþróttastund og munu nemendur því ekki geta haft fataskipti eða farið í sturtu í klefunum vegna fjölmennis.
Skipulag daganna er sem hér segir:
Mánudagur 15/2
8.10-9.30 - 5. og 6. bekkur: Körfuskotbolti - liðakeppni
9.50-11.10 - 1.-2. bekkur: Eltingaleikir og dans
Þriðjudagur 16/2
8.10-9.30 - 3. og 4. bekkur: Survivor - liðakeppni
9.50-11.10 - 7. og 8. bekkur: Körfuskotbolti - liðakeppni
12.30-13.50 - 9. og 10. bekkur - Körfuskotbolti - liðakeppni
Miðvikudagur 17/2
12.30-13.50 - 10. bekkingar og kennarar keppa!
Auk þessa munu kennarar gera ýmislegt með nemendum sínum tengt hreyfingu og heilsu, s.s. að fara í hreyfingaleiki í kennslustofu og slökun.