16. desember 2022

Jólahátíð Heiðarskóla 2022

Þriðjudaginn 20. desember verður hin árlega jólaskemmtun í skólanum. Allir nemendur munu  koma saman í íþróttahúsinu á jólahátíð. Þar munu nemendur í 7. bekk leika jólaguðspjallið og nemendur á unglingastigi flytja söng- og tónlistaratriði. Að loknum atriðum verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð við undirleik Guðmundar Hermannssonar.

Eftir hátíð í íþróttahúsinu fer hver bekkur í sína heimastofu og heldur stofujól með umsjónarkennara sínum. Nemendur mega koma með smákökur eða annað sætabrauð og drykk að eigin vali. Gos er leyfilegt en þó ekki orkudrykkir. Nemendur eiga að mæta snyrtilega klæddir kl. 8.45 í heimastofur og áætlað er að skemmtuninni ljúki um kl. 10.30.  
 
Jólafrí nemenda hefst að lokinni jólahátíð. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar 2023.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan