20. desember 2019

Jólahátíðin og ársbyrjun

Síðasta kennsludeginum á 20. kennsluári Heiðarskóla lauk með skemmtilegri  jólahátíð í íþróttahúsinu og notalegum stundum í heimastofum. Nemendur úr 7. bekk hófu dagkrána í íþróttasal með hinum árlega helgileik. Næstir stigu allir nemendur í 2. bekk á stokk og sungu tvö jólalög við undirspil Sigrúnar Gróu forskólakennara. Áður en dansað var við jólatréð við undirleik Mumma söng Snorri Rafn Davíðsson í 7. ÍÁ Snjókorn falla og spilaði á gítar af mikilli snilld. Þau Magnús Már og Kolbrún Saga, formaður og varaformaður nemendaráðs voru kynnar.

Nú er komið að jólafríi og óskum við þess að þið eigið gleðileg jól. Við hittumst fróðleiksfús og kát á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar 2020 samkvæmt stundaskrá.


Föstudaginn 3. janúar er starfsdagur í Heiðarskóla og frístundaheimilið lokað.

Myndir frá jólahátíð má sjá hér.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan