1. apríl 2014

Kátína og kræsingar!

Árshátíð Heiðarskóla var haldin í dag þar sem langflestir nemendur skólans komu fram á sviði. Hátíðin var, eins og venja er, þrískipt. Sýnd voru fjölbreytt og virkilega vel útfærð atriði á árshátíðum yngsta- og miðstigs þar sem mest fór fyrir söng, leik og dansi. Nemendur í 8.-10. bekk frumsýndu svo leikritið „Keflavík í poppskurn" fyrir fullum sal jafnaldra og talsverðum fjölda foreldra. Að hátíðunum loknum gæddu árshátíðargestir sér á kræsingum í boði nemenda og foreldra og nutu samverunnar. Nemendur og kennarar eiga hrós skilið fyrir að hafa lagt sig svo vel fram við æfingar undanfarna daga og vikur og fyrir frábæra frammistöðu í dag. Fleiri myndir má sjá í myndasafni. 

 

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan