Krakkaskákmót - Barnahátíð í Reykjanesbæ
Í tengslum við Barnahátíð í Reykjanesbæ verður haldið skákmót Krakkaskáks í samstarfi við Samsuð. Mótið verður haldið sunnudaginn 12. maí í Félagsaðstöðu Karlakórs Keflavíkur á Vesturbraut 17.
Mótið hefst kl. 13.00 og verða tefldar átta umferðir með tíu mínútna umhugsunarfrest. Teflt verður í tveimur flokkum drengja og stúlkna, 7-10 ára og 11-16 ára. Skráning fer fram á http://fjorheimar.is/
Þátttaka í mótinu er ókeypis og vegleg verðlaun eru í boði!