2. nóvember 2022

Kynning á skólalóðarverkefni

Nemendur í 4.bekk hafa verið að vinna verkefnið draumaleiksvæðið í tækni og sköpun, þar sem þau hafa hannað, skipulagt og lagt sig öll fram við að útbúa líkan af því hvernig leiksvæði þau vilja fá á skólalóðina. Verkefnið reyndi á sköpun, samvinnu, þrautseigju og svo framsögn þar sem börnin fengu tækifæri til þess að kynna afrakstur fyrir Kjartani Má bæjarstjóra og stjórnendum skólans.

Frábært verkefni og voru líkön nemenda af skólalóðinni virkilega skemmtileg og hugmyndarík. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan