14. desember 2015

Leitin að tilgangi unglingsins - upplestur og uppistand!

Þau Arnór Björnsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Óli Gunnar Gunnarsson komu og heimsóttu nemendur okkar í 8.-10. bekk á sal í morgun. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna og lesa upp úr nýútkominni bók þeirra sem ber titilinn Leitin að tilgangi unglingsins. Það gerðu þau og gott betur. Þeir frændur Arnór og Óli Gunnar kitluðu hressilega hláturtaugar allra viðstaddra með tilburðum sínum við að bæði segja frá og lesa valda kafla úr bókinni. Segja má að þessi ánægjulega heimsókn þremenninganna hafi verið bæði upplestur og uppistand. Pitlarnir tveir eru hvað þekktastir fyrir leikverkið Unglinginn en áður útkomnar bækur Bryndísar eru Flugan sem stöðvaði stríðið og Hafnfirðingabrandarinn, báðar margverðlaunaðar.  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan