29. september 2015

Lestrarvinir í 1. og 6. bekk

Lestrarvinir í 1. og 6. bekk hittust í gær og áttu notalegar lestrarstundir saman víðs vegar um skólann. Kennarar nemendanna komu þessum vináttuböndum á og var þetta fyrsta vinastundin á þessu skólaári. Áberandi var hve ábyrgðarfullir nemendur í 6. bekk og lögðu þeir sig fram við að lesa sögur og spjalla um merkingu orða og innihald textans. Nemendur í 1. bekk höfðu gaman af þessum vinafundi og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan