Listamaðurinn Arnar Steinn
Þegar við opnum augun og lítum út fyrir kassann þá opnast heimur listarinnar. Það er einmitt það sem gerðist í myndlistarkennslu sem byrjaði með teikningu á einu auga sem opnaði svo heim abstrakt listarinnar fyrir Arnari Stein.
Arnar Steinn er nemandi í 8. bekk í Heiðarskóla og hefur verið að læra um abstrakt list síðastliðinn vetur og er afrakstur hans nú til sýnis á unglingagangi skólans. Þar er að finna 9 mynda seríu af upprunalegu teikningum hans. Myndirnar voru síðan unnar yfir í filt-myndir sem framhaldsvinna, ásamt allri vinnu utan um myndirnar, rammar og málun á þeim. Arnar Steinn gaf svo verkin í eigulegum persónulegum jólagjöfum til fjölskyldu sinnar.