Litla upplestrarhátíðin
Í morgun var litla upplestrarhátíðin haldin á sal skólans þar sem nemendur í 4. bekk lásu sögur og vísur auk þess sem þau sungu skólasönginn Skólinn á heiðinni, Þorraþrælinn, Flugdrekann úr Mary Poppins og Óskasteina. Eins og venja er var foreldrum boðið að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum. Nemendur stóðu sig ákaflega vel enda hafa þeir lagt mikið á sig undanfarna daga og vikur við að undirbúa sig fyrir hátíðina. Að dagskrá lokinni gæddu nemendur sér á kexi og foreldrum var boðinn kaffisopi. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.