8. júní 2016

Ljóðasamkeppni Heiðarskóla 2016

 
 
Ljóðasamkeppni Heiðarskóla var haldin í fyrsta sinn undir lok skólaársins. Allir nemendur skólans höfðu möguleika á að taka þátt en ljóðin voru flokkuð eftir aldursstigum, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.
Form og umfjöllunarefni ljóðanna var frjálst. Ljóðin voru svo sett upp án nafna höfunda og völdu starfsmenn skólans sín uppáhalds ljóð og skiluðu inn atkvæðum.
 
Sigurvegarinn í 1.-4. bekk var Júlía Rán Bjarnadóttir í 3.ÞS en hún orti ljóðið Ljóðið mitt, sigurvegarinn í 5.-7. bekk var Ásdís Birta Hafþórsdóttir 5. EN með ljóðið Von og Berglín Sólbrá Bergsdóttir 10. EP átti sigurljóðið í 8.-10. bekk sem bar titilinn Tímamót. Allar fengu þær bókaverðlaun á skólaslitunum 6. júní.
 
 

Ljóðið mitt

Þarna flýgur þak

alveg eins og lak.

Það er skrýtið,

það er pínulítið.

 

Þarna flýgur hús í heilu lagi

að heilsa upp á aðra bæi.

 

Stundum er rigning,

og stundum er rok,

stundum blæs vindurinn

beint ofan í kok.

 

Glugginn fauk upp,

það kom köttur inn.

Komdu nú blessaður

kisi minn.

 

Júlía Rán Bjarnadóttir

---

Von

Von er kærleikur.

Von er ást.

Von er góðvild.

Von er ljós um bjarta framtíð.

Von er partur af lífinu.

Það væri ekki gaman að lifa án vonar.

 

Ásdís Birta Hafþórsdóttir

 
Tímamót

Ég stend keik,
tilbúin að hefja næsta leik.
Heiðarskóli, skólinn minn,
hamingjutár, streyma niður kinn.
Sorg og gleði blandast saman,
sannarlega hefur þetta verið gaman.
Sex ára hóf ég leik á heiðinni,
sá og lærði margt á leiðinni.
Heiðarskóli, takk fyrir mig
mér mun ávallt þykja vænt um þig.
 
Berglín Sólbrá Bergsdóttir
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan