Ljósmyndasamkeppnin „Umhverfi okkar er ævintýri“
Í tilefni Barnahátíðar í Reykjanesbæ 8. – 12. maí 2013 efnir Bókasafn Reykjanesbæjar til ljósmyndasamkeppni fyrir grunnskólabörn í 5., 6. og 7. bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæ. Viðfangsefni Barnahátíðar í ár er „Umhverfi okkar er ævintýri“ og það er hægt að túlka á marga vegu. Ljósmyndarar geta tekið mynd í nánasta umhverfi sínu, s.s. við heimili, skóla, leiksvæði, bæjarkjarna eða uppáhaldsstað sinn í bæjarfélaginu. Aðeins á að senda 1 mynd frá hverjum og einum keppanda og passa að hún sé í bestu mögulegu gæðum. Myndina á að senda sem .jpg skrá á netfangið barnahatid@ljosop.org, en Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum er samstarfsaðili Bókasafnsins við framkvæmd ljósmyndakeppninnar og mun m.a. sjá um að velja bestu myndirnar. Nafn ljósmyndara, aldur, skóli og símanúmer þarf að fylgja með innsendri mynd. Hægt verður að senda inn mynd á tímabilinu 8.– 21. maí.
Verðlaunaafhending og myndasýning verður í nýjum húsakynnum Bókasafnsins, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 þegar opnað verður í byrjun júní.