Markmiðasetningadagur 23. september
Miðvikudagurinn 23. september er markmiðasetningardagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2. - 10. bekk samtal um markmið nemenda fyrir skólaárið 2020 - 2021 og fleira.
Lestrarfræðsla foreldra barna í 1. bekk mun fara fram á Teams kl. 9.00 og hafa þeir fengið send fundarboð frá umsjónarkennurum.
Frístundaheimilið er opið frá kl. 8.10 - 16.15 fyrir þau börn sem eru skráð í frístund.
Skráning samtalstíma markmiðasetningardagsins fer fram á Mentor. Hófst hún í dag föstudag kl. 8:30 og lýkur að kvöldi mánudags 21. september. Leiðbeiningar um hvernig skrá á tíma má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM
Ef eitthvað er óljóst þá bið ég ykkur endilega um að hafa samband.