Marvin í 10. ÍÁ mælir með...
Bókin sem ég las, Mitt er þitt, eftir Þorgrím Þráinsson er þriðja skáldsaga hans og kom út árið 1990. Áður en hann skrifaði Mitt er þitt hafði hann fengið barna- og unglingabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavikurborgar fyrir bókina sína Tár,bros og takkaskór og var hún metsölubók ársins. Þorgrímur Þráinsson hefur líka gert fjölmargar bækur á eftir Mitt er þitt sem hlutu góðan orðstír.
Mitt er þitt er saga um hressa stráka og stelpur sem taka til sinna ráða þegar einn úr hópnum er sakaður um þjófnað í skólanum. Kiddi, Tryggvi og Skapti eru saman öllum stundum þótt áhugamál þeirra séu ólík. Kiddi og Tryggvi lifa fyrir fótboltann og vonast til að fá tækifæri með landsliðinu en Skapti er í ballett og dundar sér við tæknibrellur þess á milli.
Mér fannst bókin sérstaklega góð í lokin, annars var hún rosalega góð og spennandi á köflum. Hún byrjaði frekar rólega en varð svo mjög spennandi. Ég hef lesið margar bækur eftir Þorgrím Þráinsson og hafa þær verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mæli ég hiklaust með bókum sem eru skrifaðar af honum.
Marvin Harrý 10. ÍÁ