Matsdagur 17. janúar, skráning og fleira.
Kæru foreldrar/forráðamenn.
Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir góða samvinnu og ánægjulegar samverustundir á því gamla.
Nú er seinni helmingur skólaársins framundan og allt farið að ganga sinn vanagang. Miðvikudagurinn 17. janúar er matsdagur þar sem samtal fer fram á milli ykkar, barna ykkar og kennara þeirra um námslega stöðu, markmið og fleira. Skráning tíma fyrir þennan dag fer fram á Mentor. Hún hefst að morgni föstudagsins 12. janúar og lýkur að miðnætti mánudaginn 15. janúar. Umsjónarkennarar bóka fyrirfram viðtöl með túlkum eða öðrum utanaðkomandi aðilum og koma upplýsingum um tímasetningu til foreldra. Ef óskað er eftir samtali við aðra kennara en umsjónarkennara eða stjórnendur þarf að gera það með fyrirvara með símtali eða tölvupósti.
Á youtube-rás Mentors má finna leiðbeiningar um hvernig foreldraviðtöl eru skráð. Smellið hér.
Við hvetjum þá sem ekki hafa horft á kynninguna á nýjum áherslum og framsetningu á námsmati að gera það fyrir matsdaginn. Í samtali um námsmat á matsdegi gera kennarar ráð fyrir að foreldrar hafi kynnt sér efnið. Myndbandið er að finna á heimasíðu skólans (efri kynningin). Smellið hér.
Mjólkuráskrift fyrir seinni hluta skólaársins hefst 18. janúar og kostar 2500 kr. Þorbjörg ritari er með skráningarblöðin og sér um afgreiðsluna. Það er því upplagt að líta við hjá henni á matsdaginn.