Matsdagur 20. janúar
Miðvikudagurinn 20. janúar er matsdagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn samtal um námslega stöðu nemenda. Til umræðu verða m.a. niðurstöður úr lokamatsþáttum haustannar og markmiðasetning nemenda. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að fara vel yfir niðurstöður prófa og verkefna í verkefnabókum í Mentor áður en samtal við kennnara á matsdegi á sér stað.
Foreldrar/forráðamenn skrá sig sjálfir á viðtalstíma í Mentor. Skráningin hefst kl. 8.00 fimmtudaginn 14. janúar og lýkur kl. 23.59 sunnudaginn 17. janúar. Leiðbeiningar um skráningu má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g