Matsdagur þriðjudaginn 20. janúar
Þriðjudagurinn 20. janúar er matsdagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn samtal um námslega stöðu nemenda. Til umræðu verða m.a. niðurstöður úr lokamatsþáttum haustannar og staðan í ákveðnum lykihæfniþáttum. Markmiðssetning haustannar verður jafnframt yfirfarin, ásamt sjálfsmati og ný markmið sett. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að fara vel yfir niðurstöður prófa og verkefna í verkefnabókum í mentor áður en samtal við kennnara á matsdegi á sér stað.