14. nóvember 2014

Menntamálaráðherra væntanlegur á skólaþing

Á morgun, laugardag, verður skólaþing Heiðarskóla Með nesti og nýja skó - Horft til framtíðar haldið eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni. Nú hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, boðað komu sína á þingið en hann mun opna formlega stærðfræðisvæði vefsíðunnar www.vendikennsla.is. Á henni eru stærðfræðimyndbönd sem stærðfræðikennararnir Þóra Guðrún, Íris og Þórey unnu á síðasta skólári í samstarfi við Keili og verða þau þar með öllum aðgengileg. Við munum að sjálfsögðu taka vel á móti Illuga sem og öðrum gestum þingsins en við vonumst til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn og aðra áhugasama.  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan