Mikilvægt vegna veðurs 19.12.
Veðrið er enn að hrella okkur og fer það að færast í aukana núna upp úr hádegi. Við biðjum að börnin verði sótt í skólann þegar skóladegi þeirra lýkur hvort sem er eftir skólatíma eða frístund. Ef þau eru sótt á bíl þarf umferð að fara um hringtorgið. Mikilvægt að allir sýni þolinmæði og tillitssemi.
Við vekjum athygli á að fella hefur þurft niður kennslustundir á unglingastigi eftir hádegismat og verða einhverjir hópar unglinga á ferð fyrr en þeir hefðu átt að gera samkvæmt stundatöflu. Tímarnir sem falla niður eftir hádegi á unglingastigi verða skráðir í Mentor. Athugið að þetta á einungis við um unglingastig, engir tímar eru felldir niður hjá nemendum í 1. - 7. bekk.
Varðandi frístund þá bíðum við frétta af akstri frístundabílsins. Foreldrar barna í frístund verða upplýstir um stöðuna þegar hún verður orðin ljós.