5. desember 2013

Minning

 

Í dag verður Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir deildarstjóri og kennari við Heiðarskóla jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. Ragga vann við Heiðarskóla allt frá stofnun hans og var afar farsæll starfsmaður. Störf hennar einkenndust af fagmennsku, metnaði, skipulagi og vandvirkni.  Hún var kraftmikil og drífandi og var orðstýr skólans henni afar hugleikinn. Ragga bar hagsmuni nemenda sinna fyrir brjósti og lagði sig fram um að undirbúa þá fyrir lífið að loknu grunnskólanámi. Á þeim stutta tíma sem hún starfaði sem deildarstjóri naut hún sín mjög vel og reyndist hún nemendum og starfsfólki afar vel.

Starfsfólk Heiðarskóla kveður góðan starfsfélaga og yndislega konu með miklum söknuði. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð.

 

Skólastarfi í Heiðarskóla lýkur í dag kl. 11.10 vegna útfarar.

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan