Ný reglugerð um takmarkanir í skólastarfi
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar hefur verið gefin út og tekur gildi á mánudaginn. Fjöldatakmörk nemenda fara úr 50 í 100 og fjöldatakmörk starfsfólks úr 20 í 50 eins og gildir almennt. Foreldrum og öðrum gestum er nú heimilt að koma inn í skólabygginguna en eftir sem áður þurfa gestir að gæta sóttvarna og nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að halda 1m fjarlægðarmörkum.
Við fögnum þessum tilslökunum en minnum á að eftir sem áður skipta sóttvarnir miklu máli og að við göngum öll í takt eftir ákvæðum reglugerðarinnar.
Ykkur til upplýsingar hefur yfir 90% starfsfólks Heiðarskóla fengið fyrri bólusetningarsprautu og hluti þeirra er orðið fullbólusett.
Reglugerðina í heild sinni má sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/05/07/-COVID-19-Fjoldatakmarkanir-fara-i-50-manns-og-fleiri-tilslakanir-fra-10.-mai/