4. apríl 2013

Nýr skólastjóri

Eins og flestum er kunnugt lét Gunnar Þór af störfum sem skólastjóri Heiðarskóla 31. mars sl. eftir tólf ára farsælt starf. Sóley Halla var ráðin skólastjóri frá og með 1. apríl en hún hefur sl. tíu ár starfað sem aðstoðarskólastjóri við skólann. Búið er að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra og verður mjög fljótlega gengið frá ráðningu hans.

Starfsfólk skólans hefur ákveðið að vera með kveðjustund fyrir Gunnar í íþróttasalnum fimmtudaginn 11. apríl kl. 10.00. Þar munu starfsmenn og nemendur flytja Gunnari þakkir fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf. Foreldrar og velunnarar skólans eru velkomnir á þessa kveðjustund.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan