Öskudagur
Öskudagur í Heiðarskóla
Á morgun, öskudag, er skertur nemendadagur. Nemendur mæta í skólann kl. 8.10 og skóladegi lýkur kl. 10.30. Frístund hefst að loknum skóladegi.
Nemendur vinna að ýmsum verkefnum hjá kennurum með sínum bekk og einnig verður danspartý í salnum. Hlökkum til að taka þátt í skemmtilegum gleðidegi með nemendum okkar.