Páskafrí og páskalestur
Mánudaginn 15. apríl hefst páskafrí hjá nemendum og starfsfólki Heiðarskóla. Skóli hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundaskrá.
Nemendur hafa verið duglegir að lesa í vetur og hvetjum við þá til að halda sér í góðri lestraræfingu í páskafríinu með notalegum lestrarstundum.
Einnig er vakin athygli á því að frí verður í skólanum fimmtudaginn 25. apríl en þá er sumardagurinn fyrsti.
Gleðilega páska!