Rúnar Bárður skákmeistari Heiðarskóla!
Föstudaginn 30. maí var hið árlega skákmót Heiðarskóla haldið. 20 nemendur hófu leik og tefldar voru 4 umferðir. Að þeim loknum voru 5 þátttakendur efstir og þurfti að tefla hraðskák til þess að skera úr um 4 sætið milli þeirra Sigursteins og Einar Sveins sem báðir höfðu 2,5 vinning. Sigursteinn sigraði skákina og komst þar með í undanúrslit ásamt þeim Rúnari Bárði 6. JB, Luka 4.MB og Jökli Ingi 4. KJ. Efsti maður, Rúnar tefldi við Sigurstein sem hafði fæsta vinninga og Luka og Jökull tefldu í hinni viðureigninni. Það er gaman frá því að segja að bræðurnir Rúnar Bárður og Jökull Ingi Kjartanssynir sigruðu sínar skákir og mættust því í úrslitaviðureigninni sem lauk með sigri þess eldri.