Sameiginlegt listaverk í tilefni 20 ára afmælis
Undanfarnar vikur hafa nemendur og starfsmenn unnið að sameiginlegu afmælisverki. Hver og einn býr til einskonar ullarflís og mun samsett verk prýða Skólagötu (ganginn gula og rauða megin) frá og með afmælishátíðinni sem verður þann 6. nóvember. Verkin eiga að minna á tákn uppbyggingarstefnunnar, hús, stjörnu, hjarta, blöðru, fiðrildi eða annað sem okkur finnst tengjast skólastarfinu. Þessir spræku nemendur úr 10. bekk unnu einbeittir að sínum ullarflísum í morgun.