Sigurvegarar í stofuskreytingakeppninni 2017
Jólaskreytingakeppni 7.-10. bekkja fór fram föstudaginn 1. desember. Dugnaður og gleði einkenndi vinnu nemenda á þessum degi í bland við spennu og mikinn metnað. Sigurvegararnir í ár voru krakkarnir í 9. DS sem eiga stofu 16 fyrir heimastofu. Þeir fengu að launum viðurkenningarskjal og skúffuköku í umsjónartímanum síðasta mánudag. Skreytingaþema stofunnar þeirra var eldhús jólasveinsins og vakti mandarínuhús til að mynda verðskuldaða athygli. Aðrar stofur eru einnig fagurlegar og frumlega skreyttar.
Nemendur á öðrum aldursstigum byrjuðu einnig að skreyta stofur sínar þann 1. desember og hafa sumir bekkir hitað sig vel upp fyrir skreytingakeppnina á unglingastigi.
Sjá myndir í myndasafni.