11. febrúar 2013

Skákmót Heiðarskóla

Mánudaginn 11. febrúar, fór fram skákmót Heiðarskóla. Keppnin fór þannig fram að fyrst kepptu nemendur í 1. - 4.bekk um þátttökurétt í keppni með þeim eldri. Alls tóku 35 nemendur í 1. - 4.bekk þátt. Var keppnin mjög skemmtileg og fór svo að lokum að 6 nemendur unnu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Í þeirri keppni kepptu alls 20 nemendur og var keppnin jöfn og spennandi. Að lokum fóru leikar þannig að Hrannar Már Albertsson nemandi í 4.HT stóð uppi sem skákmeistari Heiðarskóla skólaárið 2012 - 2013 . Fékk hann 5 vinninga. Í öðru til þriðja sæti voru þeir Sigursteinn Annel Annelsson 8.EP og Ísak Einar Ágústsson 6.HS, báðir með 4 vinninga. Að lokum er gaman að geta þess að Hrannar Már er yngsti skákmeistari Heiðarskóla frá því byrjað var að keppa um þennan titil, árið 2007. Fleiri  myndir má sjá hér.

 

 


  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan