Skákmót Heiðarskóla
Árlegt skákmót Heiðarskóla fór fram miðvikudaginn 17. maí. Þátttaka var mjög góð en alls voru það tæplega 50 nemendur úr 4. – 10. bekk sem tóku þátt að þessu sinni. Hópnum var skipt í tvennt, 4. – 6. bekkur keppti innbyrðis og svo 7. – 10. bekkur. Tefldar voru 5 umferðir og að þeim loknum voru það stigahæstu keppendur úr hvorum hóp sem kepptu áfram í úrslitum. Keppnin var ansi jöfn en að endingu voru það þeir Snorri Rafn William Davíðsson 10. bekk og Sölvi Freyr Ómarsson 4.bekk sem kepptu úrslitaskákina. Skákmeistari Heiðarskóla 2023 var svo Snorri Rafn.
Það er frábært að sjá skákáhuga nemenda í Heiðarskóla eflast með hverju árinu. Við óskum Snorra Rafni til hamingju með sigurinn og þökkum öllum keppendum fyrir góða þátttöku.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.