Skólahreysti Heiðarskóla
Föstudaginn 24. janúar var haldin Skólahreystikeppni Heiðarskóla þar sem tíu nemendur tóku þátt og stóðu allir sig einstaklega vel. Keppnin samanstóð af fjölbreyttum æfingum þar sem stúlkurnar kepptu í armbeygjum og hangsi, drengirnir í upphífingum og dýfum, en bæði kynin kepptu í hraðaþraut.
Nemendurnir sem tóku þátt voru:
- Ari Einarsson
- Ari Freyr Magnússon
- Arnór Atli Aðalbjörnsson
- Emil Gauti Haraldsson
- Eydís Ásla F. Rúnarsdóttir
- Julian Jarnutowski
- Kolbrún Eva Hólmarsdóttir
- Mohamad Batal
- Ólavía Karen Einarsdóttir
- Sigurlaug Eva Jónasdóttir
Þessir nemendur hafa æft sig vel í Skólahreystivali skólans í vetur undir stjórn Svenna og Ása íþróttakennara. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.