27. janúar 2025

Skólahreysti Heiðarskóla

Föstudaginn 24. janúar var haldin Skólahreystikeppni Heiðarskóla þar sem tíu nemendur tóku þátt og stóðu allir sig einstaklega vel. Keppnin samanstóð af fjölbreyttum æfingum þar sem stúlkurnar kepptu í armbeygjum og hangsi, drengirnir í upphífingum og dýfum, en bæði kynin kepptu í hraðaþraut.

Nemendurnir sem tóku þátt voru:

  • Ari Einarsson
  • Ari Freyr Magnússon
  • Arnór Atli Aðalbjörnsson
  • Emil Gauti Haraldsson
  • Eydís Ásla F. Rúnarsdóttir
  • Julian Jarnutowski
  • Kolbrún Eva Hólmarsdóttir
  • Mohamad Batal
  • Ólavía Karen Einarsdóttir
  • Sigurlaug Eva Jónasdóttir

Þessir nemendur hafa æft sig vel í Skólahreystivali skólans í vetur undir stjórn Svenna og Ása íþróttakennara. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan