Skólahreysti: Lið Heiðarskóla keppir í dag!
Keppni í hinum öfluga Reykjanesriðli í Skólahreysti fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag kl. 16.00. Lið Heiðarskóla skipa þau Ástrós Elísa, Gabríel Rökkvi, Ingibjörg Birta og Ísak Einar. Stuðningsmannasveitin okkar telur rúmlega 50 nemendur og leggur hún af stað frá Heiðarskóla kl. 14.40. Við hvetjum alla áhugasama til að koma í íþróttahúsið og hvetja liðið okkar til dáða. Áfram Heiðarskóli!