Skólahreysti undankeppni 2022
Á dögunum var hreystikeppni Heiðarskóla haldin. Þar keppa nemendur sem eru í skólahreysti-vali innbyrðis um hver keppir fyrir hönd skólans í Skólahreysti. 4. - 6. bekkur voru áhorfendur og hvöttu þau keppendur til dáða. Nemendur stóðu sig allir virkilega vel og var mjótt á munum. Þeir nemendur sem komust áfram eru: Jón Steinar Mikaelsson (hraðabraut), Melkorka Sól Jónsdóttir (hraðabraut), Heiðar Geir Hallsson (upphýfingar og dýfur) og Katrín Hólm Gísladóttir (hreystigreip og armbeygjur). Undanúrslit- og úrslítakeppni Skólahreystis fara fram í lok apríl og byrjun maí.
Við óskum þeim góðs gengis. ÁFRAM HEIÐARSKÓLI.