Skólanum afhentur veglegur styrkur
Eiríka Ýr Sigurðardóttir, fyrrverandi nemandi Heiðarskóla, heimsótti okkur í upphafi vikunnar og færði skólanum gjafabréf að verðmæti 30.000 kr. Hún var hér sem fulltrúi Verkfræðistofu Suðurnesja sem veitir þennan veglega styrk. Peningagjöfin er ætluð til kaupa á stærðfræðigögnum fyrir yngri bekki skólans. Það var virkilega gaman að fá Eiríku og föður hennar í heimsókn til okkar enda áttum við góðar stundir með henni þegar hún var hér sem nemandi. Á myndinni má sjá Eiríku afhenda Sóleyju Höllu skólastjóra gjafabréfið og með þeim eru jafnaldrar hennar í 6.EA. Við kunnum Verkfræðistofu Suðurnesja okkar bestu þakkir fyrir gjöfina og Eiríku fyrir ánægjulega heimsókn.