Skólasetning Heiðarskóla föstudaginn 22. ágúst
Skólasetning Heiðarskóla verður föstudaginn 22. ágúst. Skólasetning og kynning á starfi skólaársins verður á sama tíma og því mikilvægt að foreldrar mæti með börnum sínum.
Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta kl. 09.00
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta kl. 10.00
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk mæta kl. 11.00
Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra verða boðaðir til viðtals til umsjónarkennara þennan dag.
Mánudaginn 25. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum. Foreldrar nemenda í 1. bekk eru hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag en skólasetning hjá þeim verður kl. 08.10.