6. nóvember 2024

Skuggaleikhús

Nemendur og kennarar í 1. og 2. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar eru þátttakendur í þróunarverkefni sem heitir Leikgleði. Verkefnið gengur út á að efla hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni barna með aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni. Börnin eru virkir þátttakendur í tónlistinni, dansinum, leiknum eða leiksýningunum sem byggja á sögunum sem unnið er með hverju sinni. Birte og Imma leikskólakennarar eru sérfræðingar verkefnisins  og komu þær í heimsókn í Heiðarskóla í gær, þriðjudaginn 5. nóvember og voru með skuggleikhús um Ömmu og draugana. En nemendur í 1. og 2. bekk eru búin að vera að syngja það lag á söngfundum nú í haust. Mikil ánægja var með sýninguna, bæði hjá nemendum og kennurum.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan