3. september 2015

Söngur og gleði í Myllubakkaskóla

Eins og venjan er gengu nemendur og starfsmenn skólans niður í Myllubakkaskóla í morgun til þess að taka þátt í setningarathöfn Ljósanæturhátíðarinnar 2015. Þar ávarpaði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri viðstadda, Í síðasta skiptið, Meistari Jakob og Ljósanæturlagið var sungið og loks var blöðrum í einkennislitum skólanna sleppt. Nemendur okkar létu ekki rok og rigningu á sig fá og gekk gangan bæði til og frá Myllubakkaskóla einstaklega vel. Nemendur voru til sannarlega til fyrirmyndar. Myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan