9. janúar 2017

Starfsdagur 11. janúar og matsdagur 17. janúar

Kæru foreldrar/forráðamenn.
 
Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir góða samvinnu og ánægjulegar samverustundir á því gamla.
 
Nú er seinni helmingur skólaársins framundan og öll hjól farin að snúast. Miðvikudagurinn 11. janúar er starfsdagur hjá okkur og nemendur því í fríi og frístundaskólinn lokaður. Þriðjudaginn 17. janúar er svo matsdagur þar sem samtal fer fram á milli ykkar, barna ykkar og kennara þeirra um námslega stöðu, markmið og fleira. Skráning tíma fyrir þennan dag fer fram á Mentor. Skráningin hefst að morgni fimmtudagsins 12. janúar og lýkur henni að miðnætti sunnudaginn 15. janúar.
 
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan