Stofuskreytingakeppni í 7. - 10. bekk
Hin árlega stofuskreytingakeppni var haldin í 7. - 10.bekk á skerta deginum þann 29. nóvember. Stemmningin var yndisleg og gaman að sjá hvað allir voru duglegir og lögðu hart að sér í að gera stofurnar sínar sem glæsilegastar. Sigurvegararnir í ár voru nemendur í 9.HB sem eiga stofu 17 fyrir heimastofu. Þeir fengu að launum viðurkenningarskjal og skúffuköku í umsjónartímanum síðasta þriðjudag. Skreytingaþema stofunnar er Winter Wonderland. Aðrar stofur eru einnig einstaklega fallega skreyttar.
Nemendur á öðrum aldursstigum byrjuðu einnig að skreyta stofur sínar þennan dag og kemst maður í jólaskap við að ganga um skólann því alls staðar er búið að skreyta fallega.
Í myndasafni má sjá myndir frá deginum.