4. mars 2025

Stóra upplestrarkeppni Heiðarskóla

Í vetur hefur 7. bekkur verið í æfingum fyrir Stóru upplestrarkeppnina undir handleiðslu umsjónarkennara sinna. Það var haldin keppni innan bekkjanna þar sem flestir nemendur tóku þátt, og af þeim voru 9 nemendur valdir til að fara í undanúrslit. Þetta eru þau sem komust áfram: Arinbjörn, Árdís Eva, Gauti Norðdal, Guðríður, Iðunn Eva, Jakub Piotr, Lovísa Rut, Valgerður Ósk og Þorbjörg Eiríka.

Undanúrslitin fóru fram síðastliðinn fimmtudag, þar sem nemendur stóðu sig með miklum ágætum. Keppnin var hörð og spennandi og dómararnir áttu í miklum vanda við að velja úr. Dómararnir voru þau Bryndís Jóna og Haraldur Axel, fyrrverandi skólastjórar Heiðarskóla, ásamt Lóu Björgu, skólastjóra Heiðarskóla.

Árdís Eva og Þorbjörg Eiríka urðu sigurvegarar undanúrslitanna og var Iðunn Eva valinn til vara og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Við erum mjög stolt af öllum þátttakendum í 7. bekk fyrir frammistöðu sína. Við hlökkum til að fylgjast með þeim þegar þær keppa í Stóru upplestrarkeppninni og erum viss um að þær muni standa sig með stæl.

Við óskum öllum þeim sem tóku þátt í keppninni áframhaldandi árangurs.

Áfram Heiðarskóli.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan