14. apríl 2015

Stuttmyndadagar 2015

Stuttmyndadagar unglingastigs stóðu yfir dagana 7.-10. apríl. Þetta er í annað sinn sem stuttmyndadagar eru haldnir í Heiðarskóla. Nemendum er þá skipt í hópa innan hvers árgangs og svo fá þeir ákveðinn fjölda kennslustunda til þess að búa til myndband eftir ákveðnu þema. Framtíðin var þemað í ár og áttu myndböndin að vera 3 mínútur að lengd. Ákveðin skilyrði voru sett að þessu sinni, t.d. að allir hópmeðlimir áttu að koma fram í myndbandinu, hluta myndbandsins átti að taka upp utandyra og á einhverjum tímapunkti átti einhver leikaranna að tala dönsku og segja orð eins og doðrantur, skrambinn og naflakusk. Nemendur voru áhugasamir og fljótir að sökkva sér í vinnu. Eftir hádegi á föstudaginn komu allir nemendur á unglingastigi saman á sal þar sem 11 myndbönd voru sýnd. Að sýningu lokinni fór í fyrsta sinn fram atkvæðagreiðsla þar sem nemendur völdu stuttmynd ársins en gátu ekki valið sína eigin. Hópurinn sem gerði myndbandið Fréttir 2024 bar sigur úr býtum og tóku krakkarnir glaðir við stuttmyndabikarnum góða.    

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan