6. nóvember 2023

Styrkur úr samfélagssjóði HS orku

Nú á dögunum fékk Heiðarskóli góðan styrk úr samfélagssjóði HS orku til að nýta í þróunarverkefni í stærðfræði sem ber heitið "Það er gaman í stærðfræði".

Verkefnið mun leiða af sér heildstæða stærðfræðikennslu í Heiðarskóla. Þar er áhersla lögð á að nemendur upplifi jákvæðni í stærðfræðinámi og að þeir hafi margvíslega möguleika við úrlausnir.

Styrkurinn verður nýttur til kaupa á stærðfræðigögnum (námsgögnum/hjálpargögnum) sem þarf til að auka gæði kennslunnar. 

Við erum afar þakklát fyrir góðan styrk sem mun nýtast vel. 

http://www.heidarskoli.is/cms/entity/501/edit/94262

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan