Sumarhátíð í Heiðarskóla þriðjudaginn 19. maí
Sumarhátíð Foreldrafélagsins verður haldin þriðjudaginn 19. mai kl.17.00-19.00 í Heiðarskóla. Hátíðin verður með nokkuð svipuðu sniði og undanfarin ár. Grill verða á staðnum en börn og foreldrar koma með pylsur og drykki. Foreldrafélagið mun bjóða upp á meðlæti á pylsurnar. Boðið verður upp á hoppukastala, andlitsmálun, sippubönd, krítar, hesta o.fl. skemmtilegt. Hátíðinni lýkur svo á atriði frá Sirkus Íslands. 9. bekkingar munu vera með sjoppu á staðnum þar sem hægt verður að kaupa ýmislegt góðgæti og pylsur til að setja á grillið. Við í stjórn foreldrafélagsins hvetjum alla til að mæta og eiga góða og skemmtilega stund saman. Foreldrar, forráðamenn, afar, ömmur og systkini nemenda eru hjartanlega velkomin.
Áfram Heiðarskóli,
Foreldrafélag Heiðarskóla