Sumarsöngur á sal
Fimmtudaginn 30. apríl fóru allir nemendur skólans á sal til að taka þátt í sumarsöng í þremur hollum. Mummi tónmenntakennari stýrði söngstundunum og spilaði undir á píanó eins og honum einum er lagið. Lögin sem sungin voru tengdust öll á einn eða annan hátt vorinu og sumarkomu, s.s. Lóan er komin, Maístjarnan og Vikivaki. Þakið ætlaði nánast af húsinu þegar skellt var í Í síðasta skiptið með Frikka Dór. Eurovision er auðvitað einn vorboðanna, eins og allir vita! :)