30. október 2024

Svakalega lestrarkeppni grunnskólanna

Heiðarskóli tekur þátt í Svakalegu lestrarkeppni grunnskólanna í ár. Keppnin stendur yfir í mánuð sem getur verið langur tími að halda út og því ákváðum við að hafa vikuleg úrslit hér í skólanum okkar. Nemendur skrá hjá sér fjölda lesinna mínútna og blaðsíðna og skila inn á mánudögum. Umsjónarkennarar taka niðurstöður saman og er reiknaður út meðaltalsfjöldi lesinna mínútna innan hvers árgangs. 

Úrslit fyrstu vikunnar voru eftirfarandi:

  1. bekkur vann í kepnninni á yngsta stigi,
  2. bekkur á miðstigi
  3. bekkur á unglingastigi.  

Þessir árgangar fengu allir sleikjó í verðlaun fyrir árangurinn. 

Í heildina lásu nemendur skólans 27.922 mínútur og 30.988 blaðsíður. Það verður spennandi að sjá hvort nemendur bæti sig ekki á milli vikna og að sjá hverjir verða sigurvegar næstu viku. 

Áfram Heiðarskóli og áfram lestur.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan