Svakalega lestrarkeppni grunnskólanna vika 4
Þá er svakalegu lestrarkeppninni okkar lokið og stóður nemendur skólans sig með stakri prýði.
Í viku 4 voru 1. bekkur, 6. bekkur og 9. bekkur sigurvegarar en þau lásu flestar mínútur að meðaltali. Þau hafa fengið kökusneiðar í verðlaun og voru nemendur alsælir með verðlaunin.
Það er gaman að segja frá því að þessar fjórar vikur sem keppnin var lásu nemendur skólans í 161.023 mínúitur og 149.405 blaðsíður sem er svakalega flottur árangur. Í hverri viku bættu nemendur sig og lásu eða hlustuðu meira og meira.
Diana Kabula, nemandi í 6. bekk las og hlustaði 1203 mínútur í viku 4 og á því stóran þátt í árangri 6. bekkinga. Hún les á úkraínsku sem er hennar móðurmál. Frábær árangur hjá henni.