Svakalega lestrarkeppnin
Svakalega lestrarkeppnin
Í nóvember tóku nemendur Heiðarskóla þátt í lestrarkeppninni Svakalega lestrarkeppnin, þar sem skólar á Suðurnesjum keppa sín á milli um fjölda lesinna blaðsíðna sem lesnar voru á mánuði. Lestrarteymi Heiðarskóla ákvað að hafa vikulegar keppnir á yngsta-, mið- og elsta stigi þar sem áherslan var á fjölda lesinna mínútna.
Nemendur Heiðarskóla voru í 2. sæti í keppninni við hina skólana en Grunnskólinn í Sandgerði bar sigur úr býtum. Þetta er flottur árangur sem við erum stolt af. Nemendur lásu samtals í 161.023 mínútur eða 355 mínútur að meðaltali og í 149.405 blaðsíður eða 329 blaðsíður að meðaltali.
Það var frábært að sjá kappsemina í nemendum og hvað margir bekkir voru virkilega áhugasamir um keppnina. Það var augljóst að keppnin var lestrarhvetjandi og er það vel.
Við hvetjum nemendur að vera duglegir að lesa í jólafríinu.
Áfram lestur