7. febrúar 2014

Þorgrímur hvatti 10. bekkinga til að láta drauma sína rætast

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur í 10. bekk á sal skólans í dag og fór með fyrirlesturinn ,,Láttu drauminn rætast". Hann hvatti þá m.a. til þess að nýta hæfileika sína í stað þess að einblína á veikleikana, setja sér markmið, bera ábyrgð á eigin lífi, leggja sig fram og gefast ekki upp. Þorgrímur mun halda þennan fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20.00 og hverjum við fólk eindregið til þess að mæta.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan