10. desember 2014

Þorgrímur Þráinsson las fyrir þau yngstu og elstu

Barna- og unglingabókahöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur í mörgu að snúast þessa dagana en gaf sér þó tíma til að heimsækja nemendur okkar í 1. og 2. bekk annars vegar og 8.-10. bekk hinsvegar. Hann las úr nýútkominni spennusögu sinni Hjálp fyrir unglingana og sagði krökkunum í 1.-2. bekk frá sögunni um Núa og Níu og sýndi þeim myndskreytingar Línu Rutar listakonu. Nemendur okkar tóku vel á móti Þorgrími og hlustuðu á upplestur hans og frásögn af athygli.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan