Þriðjudagurinn 7. nóvember er skertur kennsludagur
Þriðjudagurinn 7. nóvember er skertur kennsludagur í Heiðarskóla. Allri kennslu lýkur kl. 11.10 en frístundaskólinn er opinn frá þeim tíma.
Nemendur í 1.-4. bekk geta borðað hádegismatinn sinn áður en þeir fara heim eða í frístundaskólann. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í 5.-10. bekk greiða ekki fyrir máltíðir á skertum dögum.
Þennan dag verður Uppbyggingarstefnan í hávegum höfð og munu nemendur á hverju aldursstigi vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum henni. Baráttudagur gegn einelti er daginn eftir, miðvikudaginn 8. nóvember. Verkefnin sem unnin verða á þriðjudeginum eiga að minna okkur á að öll erum við einstök, með mismunandi þarfir og þurfum að leggja okkur fram við að bera virðingu hvert fyrir öðru í leik og starfi. Á heimasíðu skólans má finna upplýsingar um Uppbyggingarstefnuna: http://www.heidarskoli.is/skolinn/uppbyggingarstefnan/