20. apríl 2016

Tónlistarmyndbandið Söguleg stund fékk flest atkvæði

Stuttmyndadögum unglingastigs er nú lokið en þetta var í þriðja sinn sem þeir eru haldnir hér í Heiðarskóla. Nemendum var skipt í hópa innan hvers árgangs og fengu þeir mánudag og þriðjudag til þess að búa til myndband eftir ákveðnu þema. Söguleg stund var þemað í ár og áttu myndböndin að vera 3 mínútur að lengd. Ákveðin skilyrði voru sett, t.d. að allir hópmeðlimir áttu að koma fram í myndbandinu, hluta myndbandsins átti að taka upp utandyra og á einhverjum tímapunkti átti einhver leikaranna að tala ensku með breskum hreim. Í myndinni áttu eftirfarandi orð eða frasar að koma fram:

  • Ji, dúddamía!
  • Algebra
  • Rabbarbarasulta
  • Endurvinnsla
  • Skjalaskápur
  • Fílapensill
  • Gætu þetta verið geimverur?
  • Svona, svona þetta verður allt í lagi
  • Þú ert að djóka?!
  • Ég losna ekki við þennan hiksta.

Nemendur voru áhugasamir og fljótir að sökkva sér í vinnu. Málefni líðandi stundar voru flestum hópum ofarlega í huga og skaut Sigmundur Davíð t.d. víða upp kollinum. Eftir hádegi í dag komu allir nemendur á unglingastigi saman á sal þar sem 15 myndbönd voru sýnd. Að sýningu lokinni fór fram atkvæðagreiðsla þar sem nemendur völdu stuttmynd ársins en gátu ekki valið sína eigin. Hópurinn sem gerði tónlistarmyndbandið Söguleg stund bar sigur úr býtum og tóku krakkarnir glaðir við stuttmyndabikarnum góða. Hópinn skipuðu þau Berglín, Bergþóra, Cezary, Einar, Elma, Emilía, Harun, Ragnar og Sara.

Hér má sjá þrjú stigahæstu myndböndin:

1. https://www.youtube.com/watch?v=9soWfGVoiAw

2. https://www.youtube.com/watch?v=--Qp0wpEyIs

3. https://www.youtube.com/watch?v=LTGK5qXf90o

Önnur myndbönd:

http://youtu.be/7kMawAHamk4

https://youtu.be/N6fADI8nY1M

https://www.youtube.com/watch?v=x2C9huRiTJQ&app=desktop

https://www.youtube.com/watch?v=m3kwTPFN4M0&feature=youtu.be

https://www.youtube.com/watch?v=thVX1CIHPRk&feature=youtu.be

https://www.youtube.com/watch?v=FeH1zt_m2pg

https://www.youtube.com/watch?v=CB8YkA8xaUU

https://www.youtube.com/watch?v=7kD5ewwOl9Q&app=desktop

https://www.youtube.com/watch?v=usVsUngRjE0

https://www.youtube.com/watch?v=m53ETjuIDhA

https://www.youtube.com/watch?v=8CAHvqNx5V8

https://youtu.be/aWkvCqWLSHo

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan